Copy
Fréttabréf Bandalags háskólamanna 5. tölublað 24. júní 2015
Skoða póstinn í vafra

Fréttabréf BHM vegna kjaradeilna

Með lögum nr. 31/2015 lauk verkfallsaðgerðum aðildarfélaga BHM sunnudaginn 14. júní 2015. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir frá 7. apríl. Tilgangur þessa fréttabréfs er að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna Fréttabréfið verður sent út með óreglulegum hætti eftir því sem málum vindur fram og eftir því sem efni standa til.

Staðan í kjaradeilu BHM og ríkisins 24. júní 2015

Í gær var haldinn stuttur og árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara, þetta var 24. fundur frá því að málinu var vísað til ríkissáttasemjara.
Ríkið ítrekaði það tilboð sem það lagði fram á síðasta fundi og að ekkert hefði breyst frá því.

Af hverju undirritum við ekki tilboð ríkisins til BHM?
 • Það tilboð sem á borðinu liggur er því það sama og samninganefnd BHM hafnaði áður en lög voru sett á 18 aðildarfélög BHM 13. júní sl. Tilboðið er nánast það sama og í upphafi viðræðna og hljóðaði upp á 3,5% hækkaði reyndar í 4,5% eftir undirritun samninga á almennum markaði. Samningstíminn lengdist einnig úr þremur árum í fjögur.
   
 • Kröfur BHM ganga út á að menntun sé metin til launa. Samanburður sem Hagstofan birti í vikunni sýnir svart á hvítu af hverju það er okkar megin krafa að meta menntun til launa. Ísland vermir 15. sætið í samanburði á ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra í Evrópu „15.SÆTI".
   
 • Tilboðið metur menntun ekki til launa. Það myndi þýða að í lok samningstímans væru lægstu laun háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins um 6% hærri en lágmarkslaun fólks með grunnskólapróf á almennum markaði. 
   
 • Með samþykkt laga 31/2015 var samnings- og verkfallsréttur tekinn af 18 aðildarfélögum BHM.  Þess vegna höfum við stefnt ríkinu og verður málið flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. júlí n.k. Markmið BHM er að fá lögunum hnekkt. 
   
 • Með lögunum er tilboð ríkisins sem BHM hefur hafnað lögfest.
   
 • Lagasetningin er að mati BHM reist á ómálefnalegum sjónarmiðum og að engu hafandi. Þar má fyrst benda á að inn í lögin eru skrifaðar forsendur niðurstöðu væntanlegs gerðardóms og þess vandlega gætt að ekki sé hægt að miða við kjarasamninga sem nýlega hafa verið gerðir við aðrar sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, t.d. lækna og framhaldsskólakennara. 
   
 • Samninganefnd BHM skrifar ekki undir samning sem hún getur ekki mælt með við félagsmenn sína.
BHM á Facebook
BHM á Facebook
Heimasíða BHM
Heimasíða BHM
Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6
105 Reykjavík

bhm@bhm.is