Copy
Fréttabréf Bandalags háskólamanna 6. tölublað 14. júlí 2015
Skoða póstinn í vafra

Fréttabréf BHM vegna kjaradeilna

Með lögum nr. 31/2015 lauk verkfallsaðgerðum aðildarfélaga BHM sunnudaginn 14. júní 2015. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir frá 7. apríl. Tilgangur þessa fréttabréfs er að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna Fréttabréfið er sent út með óreglulegum hætti eftir því sem málum vindur fram og eftir því sem efni standa til.

Gögn afhent gerðardómi

Þann 10. júlí afhenti viðræðunefnd BHM gerðardómi þau gögn sem lögð hafa verið fram af hálfu BHM í viðræðunum við ríkið. Einnig voru lagðar fram 18 möppur með sérkröfum frá þeim aðildarfélögum BHM sem lög 31/2015 taka til.
Ríkið lagði fram áður óbirt vinnuskjal sem kom fulltrúum BHM óneitanlega á óvart. BHM hefur þrjá daga til að koma athugasemdum við það skjal til gerðardóms. Gerðardómur hefur boðað BHM á fund fimmtudaginn 16. júlí.

Mikill sýnileiki í fjölmiðlum


Fjölmiðlavaktin hefur birt nýjar tölur yfir algengustu fyrirtæki í umfjöllun fjölmiðla árið 2015. Þar er BHM í 14. sæti með 2.070 birtingar. Til að setja þetta í samhengi trónir Sjálfstæðisflokkurinn á toppnum með 10.314 birtingar.
Þegar litið er til fjölda lögaðila í atvinnugreininni (þ.e. annarra stéttarfélaga / bandalaga) erum við BHM-arar á toppnum með okkar 2.070 birtingar það er 17% af allri umfjöllun um atvinnugreinina / stéttarfélög / bandalög.
Þar sem okkur er ekki heimilt að birta listann í heild sinni má þó upplýsa að það félag sem er í 2. sæti var með 1.331 birtingu. Auk þess eru fimm félaganna okkar á topp 20 á sama lista. 

Sæti    Atvinnugrein                     Fjöldi frétta / greina
1.         BHM                                        2.070
6.         Dýralæknafélag Íslands             565
10.       Félag geislafræðinga                  285
11.       Félag ljósmæðra                         250
15.       Félag lífeindafræðinga                190
18.       Félag ísl. náttúrufræðinga           175

Launakerfi ríkisins


Það virðist útbreiddur misskilningur að launakerfi ríkisstarfsmanna  á opinberum vinnumarkaði sé sambærilegt því sem tíðkast á almennum vinnumarkaði.  Hið rétta er að verulegur munur er á starfs- og kjaraumhverfi á þessum tveim mörkuðum. Uppbygging kjarasamninga hjá ríkinu er töluvert frábrugðin því sem gerist á almenna vinnumarkaðinum. Hjá ríkinu eru starfsmenn á taxtalaunum og hækkanir skrifaðar í samninga og stofanasamninga en á hinum almenna markaði er samið um lágmarkslaun og markaðslaun.

Dómsuppkvaðning verður á morgun


Mál BHM gegn íslenska ríkinu var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 6. júlí sl. og var setið í nánast hverju sæti í dómssal. BHM telur að lög 31/2015 sem stjórnvöld settu á verkfallsaðgerðir 18 aðildarfélaga BHM þann 13. júní sl. hafi verið ólögmæt. Málið fékk flýtimeðferð fyrir dómstólum og verður dómur kveðinn upp á morgun miðvikudaginn 15. júlí kl.14.00 í Héraðsdómi Reykjavíkur dómsal 101. Dómsuppkvaðning er öllum opin.
BHM á Facebook
BHM á Facebook
Heimasíða BHM
Heimasíða BHM
Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6
105 Reykjavík

bhm@bhm.is